22.08.2015 09:42

Kynbótasýningar og Gæðingamót Þyts

Það leit nú ekkert út fyrir að mörg hross færu í kynbótadóm frá búinu í upphafi sumars.  Kalt var í veðri og hrossin ekkert á því að ganga úr vetrarhárum og virtust ekki trúa því að sumarið væri komið.  Um það leiti sem miðsumarsýningar hófust birti til og þá var ekki aftur snúið.  

 

Tvær hryssur, systurnar undan Valdísi frá Blesastöðum, Vala og Hafdís frá Lækjamóti voru sýndar í kynbótadóm miðsumars.  Vala sem er 6 vetra undan Sindra frá Leysingjastöðum hlaut 8,22 fyrir sköpulag, 8,20 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, fegurði í reið og hægt stökk.  Í aðaleinkunn hlaut hún 8,21. 

 

Vala frá Lækjamóti og Karítas Aradóttir að keppa í unglingaflokki en Vala er í eigu Karítasar.

 

Hafdís frá Lækjamóti er 5 vetra. Hún er undan Ómi frá Kvistum hlaut fyrir sköpulag 8,35 þar sem bar hæst 9,0 fyrir samræmi og hófa. Í hæfileika hlaut hún 7,96 og í aðaleinkunn 8,12

 

 

Áður en farið var á síðsumarsýningu var tekið þátt í gæðingamóti Þyts á Hvammstanga. Karítas keppti þar í unglingaflokki á Völu sinni og varð í öðru sæti á eftir Evu Dögg og Stuðli frá Grafarkoti. 

verðlaunaafhending í unglingaflokki

 

Pollaflokkur var á sínum stað og tók Guðmar þar þátt á Valdísi frá Blesastöðum en þetta er síðasta ár Guðmars í pollaflokki og er mikil spenna fyrir því að fá að keppa í barnaflokki á næsta ári.

þátttökuverðlaun veitt í pollaflokki

 

Í barnaflokki keppti Eysteinn á Kjarval frá Hjaltastaðahvammi, þeir áttu flotta sýningu og hlutu 8,38 í úrslitunum

Eysteinn og Kjarval voru flottir saman í barnaflokki

 

Í B-flokki keppti Karítas á Björk frá Lækjamóti og Ísólfur var á Flans frá Víðivöllum-Fremri.  Karítas varð í 7.sæti með 8,25 og Ísólfur og Flans sigruðu með 8,57. 

verðlaunaafhending í B-flokki gæðinga

 

 

Í A-flokki keppti svo Ísólfur á Muninn frá Auðsholtshjáleigu en Muninn er 6 vetra og var þetta hans fyrsta mót á hringvelli.  Þeir félagar sigruðu A-flokkin með 8,44 sem er góður árangur hjá svo ungum og óreyndum hesti. 

Muninn er fljúgandi vakur gæðingur

 

hápunktur dagsins var svo aukasprettur í verðlaunaafhendingu fyrir 100 m. skeið en þar sigraði Vigdís! (ég þjófstartaði ekki!)


 

Reyndar unnu Ísólfur og Viljar 100 metra skeiðið og Vigdís og Stygg urðu í 2.sæti en það er aukaatriði

 

 

Síðsumarsýning hófst á Sauðárkróki 19. ágúst og þar sýndi Ísólfur 6 hryssur.  Í stuttu máli gekk ljómandi vel með þessar hryssur, fjórar hlutu 1.verðlaun í aðaleinkunn og erum við mjög ánægð með þær allar.

 
 
 

Þessi jarptvístjörnótta hryssa er Ósvör frá Lækjamóti sem er 5 vetra gömul. Ósvör er undan Rán frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum. Hún hlaut 8,18 fyrir hæfileika þar sem ber hæst 9,0 fyrir tölt, vilja&geðslag og hægt tölt. Hún hlaut 7,91 fyrir sköpulag og aðaleinkunn 8,07.

 

 
 

Þessi svarta hryssa er Nútíð frá Leysingjastöðum. Hún er 4. vetra undan Gæsku frá Leysingjastöðum og Sindra frá Leysingjastöðum. Nútíð hlaut fyrir sköpulag 8,41 þar bar hæst 9,0 fyrir hófa.  Fyrir hæfileika hlaut hún 7,79 þar bar hæst 8,5 fyrir stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Aðaleinkunn 8,04.  

 

 
 

Önnur svört hryssa, Iða frá Lækjamóti er frænka Nútíðar. Iða er einnig 4.vetra undan Framtíð frá Leysingjastöðum og Krafti frá Efri-Þverá.  Iða hlaut fyrir sköpulag 8,28 og 7,82 fyrir hæfileika þar sem ber hæst 8,5 fyrir tölt og vilja&geðslag.  Í aðaleinkunn hlaut hún 8,0.

 

Bylgja frá Lækjamóti er undan Dagnýju frá Hjaltastaðahvammi og Blæ frá Hesti. Bylgja er 6 vetra og hlaut fyrir sköpulag 8.11, fyrir hæfileika 7,93 í aðaleinkunn 8,0.

 

Vídd frá Lækjamóti.  Vídd er 6 vetra undan Lokku frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum II. Hún hlaut fyrir sköpulag 7,83. Fyrir hæfileika hlaut hún 7,92 en hún hlaut 8,5 fyrir allar gangtegundir (nema 5 f. skeið) Í aðaleinkunn hlaut hún 7,88.

 

Orrusta frá Lækjamóti er undan Þotu frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum II. Orrusta er 6 vetra og hlaut fyrir sköpulag 8,01 þar sem bar hæst 9.0 fyrir háls/herða/bóga. Fyrir hæfileika hlaut hún 7,78. Í aðaleinkunn 7,87. 

 

 

Ísólfur með Sindradæturnar 5 sem sýndar voru í kynbótadóm 2015. Meðaleinkunn aðaleinkunnar þeirra var 8,01. Þær eiga það sameiginlegt að vera frábærar í geðslagi, jákvæðar og samstarfsfúsar, töltið er mjög gott og útgeislun mikil. 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 429
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 216319
Samtals gestir: 34896
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 15:19:31
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]