04.07.2014 15:27

þrenn úrslit á landsmóti og 4.vetra gullmoli

Landsmótsvikan hefur verið viðburðarrík. Íslensk veðrátta hefur sýnt allar hliðar og eins hestarnir sem voru misjafnlega hrifnir af suðurlandi. Freyðir og Vaðall voru ekki í því stuði sem við vonuðumst til í þessari viku en í staðinn reis Kristófer frá Hjaltastaðahvammi upp og tryggði sig inn í b-úrslit í B-flokki gæðinga með 8,55 og A-úrslit í Tölti með 7,67.  Í b-úrslitunum hlaut Kristófer 8, 60 og 14.sæti. A-úrslitin í tölti fara svo fram annað kvöld (laugardag).

Gandálfur stóð sig vel í milliriðlum, hlaut 8,52 og fór í b-úrslit í A-flokki. Í úrslitunum átti hann í erfiðleikum með að þola áreitið, vildi lítið brokka svo Ísólfur ákvað að stíga af baki. 

Hin yndislega 4.vetra hryssa Vík frá Lækjamóti gerði sér svo lítið fyrir og hækkaði sig á landsmóti, hlaut eftir yfirlit 8,30 fyrir hæfileika!  Frábær hryssa sem mætir á morgun (laugardag) með föður sínum Óm frá Kvistum. 

Kristófer er búinn að eiga frábært mót, úrslit bæði í B-flokki og Tölti

 

 

 

Hin 4.vetra Vík frá Lækjamóti undan Óm frá Kvistum og Breytingu frá Lækjamóti hækkaði á landsmótinu í 8,30 fyrir hæfileika sem skiptist þannig:

Tölt 8,5

brokk 7,5

skeið 8,5

stökk 8,0

vilji&geðslag 9,0

fegurð í reið 8,0

fet 8,0

hægt tölt 8,0

hægt stökk 8,0

 

Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 665
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 216624
Samtals gestir: 34955
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 05:19:38
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]