07.06.2014 01:04

Gæðingamót og úrtaka fyrir Landsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót fór fram á Hvammstanga í dag. Um leið og fyrsti hestur reið í braut létti þokunni sem tók á móti okkur og sólin skein það sem eftir var dags.  Frá Lækjamóti var farið með mikla útgerð, alls 11 hross í hina ýmsu greinar á mótinu.  Mótið gekk vel fyrir sig og hestar og knapar stóðu sig vel.  Ísólfur kom öllum 5 hestum sínum inn á Landsmót, þremur í B-flokki  Freyði, Vaðal og Kristófer og í A-flokk Sólbjarti og Gandálfi.  Í ungmennaflokki keppti Birna Agnarsdóttir á Jafet og Sögn frá Lækjamóti og vann sér þátttökurétt á þeim báðum en má aðeins fara með annað þeirra á landsmót.  Í pollaflokki slógu Jakob og Guðmar í gegn á þeim Degi frá Hjaltastaðahvammi og Rökkva frá Dalsmynni. 

Öll úrslit frá mótinu má sjá á www.thytur.123.is 

 

Freyðir og Ísólfur hlutu 8,74 í forkeppni og efsta sæti. Freyðir var valinn hestur mótsins

 

Vaðall og Ísólfur hlutu 8,58 í forkeppni. Þeir mættu svo í úrslitin og sigruðu með 8,68

Sonja keppti á Kvaran frá Lækjamóti, þau hlutu 8, 34 í forkeppni. Í úrslitum fengu þau 8,25 og 5.sæti

 

Kristófer og Ísólfur eru þriðju fulltrúar Þyts í B-flokki, hlutu 8,55 í forkeppni

 

Í A-flokki mætti Ísólfur með Sólbjart og Gandálf, þeir urðu í 1. og 3. sæti eftir forkeppni og því báðir komnir inn á landsmót

Sólbjartur og Ísólfur eru efstir í A-flokki fyrir Þyt með 8, 49

 

 

Gandálfur og Ísólfur voru þriðju eftir forkeppni með 8,45

 

Keppt var í 100m skeiði,  Ísólfur fór með Blæ frá Torfunesi og sigraði á tímanum 8,56

 

 

Birna og Sögn hlutu 8,36 í forkeppni og efsta sæti
Birna og Jafet hlutu 8,26 og annað sæti í forkeppni

 

Í dag var einnig boðið upp á pollaflokk þar sem Jakob og Guðmar kepptu að sjálfsögðu og skemmtu sér konunglega 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 655
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 205468
Samtals gestir: 33734
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:17:53
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]