30.05.2014 19:49

tvær hryssur frá Lækjamóti í 1.verðlaun

Í gær fór fram yfirlitssýning á Sauðárkróki í blíðskaparveðri. Mörg góð hross voru sýnd og mætti þónokkur fjöldi fólks í brekkuna til að fylgjast með. Tvær hryssur frá Lækjamóti voru sýndar, Vík frá Lækjamóti sem er 4 vetra undan Óm frá Kvistum og Breytingu frá Lækjamóti. Vík hlaut 8,19 fyrir hæfileika, 7,75 fyrir sköpulag, aðaleinkunn 8,02. 

 

 

Hin hryssan sem sýnd var heitir Sigurrós frá Lækjamóti, hún er 7 vetra og hefur áður verið dæmd en hækkaði fyrir hæfileika, hlaut 8,14. Fyrir sköpulag hlaut hún 8,23 og aðaleinkunn 8,17.

 

 

Á sýningunni átti Haffí frumraun á kynbótabrautinni þegar hún sýndi hryssuna Kolgerði frá Vestri-Leirárgörðum sem Haffí hefur þjálfað síðustu ár og keppt með góðum árangri.  Sýningin gekk eins og í sögu, Kolgerður hlaut 8,64 fyrir hæfileika þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag og 9,5 fyrir fet. 

 

 

Ísólfur sýndi einnig áhugaverðan stóðhest, Karra frá Gauksmýri. Karri er 5 vetra undan Álfi frá Selfossi og Svikamyllu frá Gauksmýri. Karri hlaut 8,35 fyrir sköpulag, 8,03 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,15. 

 

 

 

Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 205552
Samtals gestir: 33760
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 03:18:11
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]