26.03.2014 10:58

loftið er amk hreint ;)

Meistaradeild Norðurlands er í kvöld á Sauðárkróki og komið að tölti. Eins og stundum áður þá er spennandi að sjá hvort veðrið verði til friðs og hægt verði að komast á mótsstað. Þó að við getum ekki kvartað þar sem við höfum sloppið að mestu við snjó þá hefur rokið verið með meira móti í vetur eins og víða annarsstaðar. Loftið er því alltaf hreint og gott en spennan fyrir að komast að nota nýju reiðhöllina eykst jafnt og þétt eftir því sem styttist í að verkinu ljúki wink

 
 

 

 

Á síðustu tveimur vikum eru þrjú mót liðin sem ekki hefur verið fjallað um hér á síðunni. Má þar fyrst nefna Húnvetnsku liðakeppnina sem fór fram 15.mars sl. þar sem keppt var í fimmgangi.  Þar sigruðu Ísólfur og Flosi frá Búlandi, Vigdís og Sólbjartur urðu í 2. sæti og Hallfríður og Kolgerður urðu í 3.sæti.

Föstudaginn 21. mars var svo karlatölt Spretts í nýju glæsilegu Sprettshöllinni í Kópavogi. Þar sem Ísólfur var staddur fyrir sunnan að undirbúa sig fyrir Meistaradeild Suðurlands ákvað hann að skella sér á þetta tölt mót með Vaðal frá Akranesi og Sögn frá Lækjamóti.  Þau komust bæði í úrslit svo hann valdi að fara með Sögn í A-úrslitin og urðu þau í 4.sæti. 

Laugardaginn 22.mars var svo 150 m. skeið og gæðingaskeið, haldið á vellinum á Selfossi. Ísólfur keppti þar á Korða frá Kanastöðum í 150 m. skeiði, fengu þeir tímann 15,47 og 12.sæti.  Í gæðingaskeiði var fyrri sprettur efnilegur hjá Flosa en seinni sprettur gekk því miður ekki.  Fyrir lokamótið í Meistaradeild Suðurlands þá er Ísólfur í 8.sæti í einstaklingskeppninni sem er flottur árangur.  

 

Næstkomandi laugardag 29.mars er svo reiðhallarsýning hestamannafélagsins Þyts á Hvammstanga.  Þar koma fram fjölbreytt og skemmtileg atriði þar sem unga fólkið fær að njóta sín.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 301
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 217929
Samtals gestir: 35177
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 08:50:23
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]