19.01.2014 12:42

Keppnistímabilið að hefjast á ný

Þá er Ísólfur lagður í hann suður á land til að keppa á fyrsta móti Meistaradeildar Vís, en það hefst á fjórgangi fimmtudagskvöldið 23. janúar nk.   

Þeir sem þekkja Ísólf vita að hann verður alltaf að hafa nóg að gera, því kemur líklega ekki á óvart að hann tók með sér alls 8 hesta til að þjálfa dagana fyrir mót.  Kristófer, Freyðir, Vaðall, Sögn, Gulltoppur, Mónika, Flosi og Blær eru því farin í ferðalag með Ísólfi til að prófa sunnlenska lofstlagið ;)

allt settið komið á nagladekk, tilbúið að keyra landið þvert og endilangt næstu vikurnar

 

Keppnistímabilið er að hefjast eins og sjá má á þessum dagsetningum:

Dagsetningar meistaradeildar Vís 2014: 
Fimmtudagur 23 janúar : Fjórgangur

Fimmtudagur 6 febrúar : Gæðingafimi

Fimmtudagur 20 febrúar : Fimmgangur

Fimmtudagur 6 mars : Tölt

Laugardagur 22 mars : Skeiðgreinar – úti.

Föstudagur 4 apríl : Slaktaumatölt og skeið – Lokahátíð

 

Dagsetningar KS deildar (meistaradeild Norðurlands)

Miðvikudagur 26.febrúar: Fjórgangur

Miðvikudagur 12. mars: Fimmgangur

Miðvikudagur 26. mars: Tölt

Miðvikudagur 9. apríl: Slaktaumatölt og skeið

  • hægt er að sjá nánari upplýsingar um breytt fyrirkomulag KS deildarinnar á http://www.svadastadir.is/news/meistaradeild-nordurlands-2014/ , en mótið verður í ár liðakeppni í fyrsta sinn.

 Svo má ekki gleyma hinni vinsælu húnvetnsku liðakeppni, ísmótum og ýmsum sýningum í vetur sem verður farið á.

Það er því spennandi vetur framundan og vonandi verða verðurguðirnir okkur hliðhollir til að hægt verði að ferðast um landið okkar án vandræða :)

Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 665
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 216876
Samtals gestir: 34993
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 21:06:09
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]