25.08.2012 09:35
Sonja aftur á Hóla
Sem klárhest á Hóla mun Sonja fara með Kvaran frá Lækjamóti. Hann er 7 vetra geldingur í hennar eigu, undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti. Kvaran hefur verið að gera það gott í keppni, með góðar gangtegundir og útgeislun.
Sem alhliðahest fer Sonja með Návist frá Lækjamóti. Hún er 6 vetra hryssa í eigu Þóris, undan Sævari frá Stangarholti og Andvaradótturinni Gildru frá Lækjamóti. Návist er með 8.21 í aðaleinkunn í kynbótadómi, þar sem hennar aðall er mjög gott og hreint tölt og skeið.
Að lokum er hér mynd af draumaprinsinum þeirra Sonju og Friðriks, sem gaf mömmu sinni knús að loknu inntökuprófi.
Reynum að láta drauma okkar rætast!
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1278
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1601
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 674096
Samtals gestir: 63740
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 13:10:19
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]