01.06.2012 12:44

Nýtt líf fæðist!

Það er bjartur og fagur dagur í dag og vorum við svo heppin að sjá hryssuna Dagrósu frá Stangarholti kasta glæsilegu hestfolaldi undan Hróðri frá Refsstöðum.  Það er einstök upplifun að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn og ekki verra að ná myndum af því til minningar. 


Svona var staðan þegar við hlupum upp í hólf til að fylgjast með - haus og einn fótur kominn


þetta tók á og hún þurfti að standa upp og leggjast nokkrum sinnum


úff hvað þetta var erfitt - mest langaði manni að hjálpa henni...


En svo allt í einu kom hann á fleygiferð í heiminn


Dagrós lítur upp og sér að folaldið er komið



þrátt fyrir að vera þreytt stóð Dagrós fljótt upp til að athuga með folaldið sitt

Flottur með hjarta á enninu emoticon



svo gerði sogþörfin vart við sig 


og þá var ekki annað hægt en að aðstoða aðeins...


og hann fór strax að leita að spenanum sem gekk vel


Flettingar í dag: 1212
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1601
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 674030
Samtals gestir: 63723
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 12:27:22
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]