30.10.2011 19:32

Stórskemmtilegri uppskeruhátíð lokið

Í gærkvöldi fór fram hin margrómaða uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu og Þyts. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði þar sem ýmsir félagsmenn fengu að vita hvað þeir hefðu gert af sér sl. ár. Sjaldan hefur verið hlegið eins mikið á einni kvöldstund, enda atriðin frábær. Lækjamótsfólkið fékk að sjálfsögðu aðeins að kenna á því og er spurning hvort myndavélin verði geymd heima á næsta hestamóti þar sem Ísólfur keppir emoticon .
Á hátíðinni voru einnig veitt verðlaun og hlaut undirrituð verðlaunin stigahæsti knapi ársins í 2. flokki og er bara ansi ánægð með það emoticon

(mynd af heimasíðu Þyts) Verðlaunahafar, knapi ársins Tryggvi Björns, stigahæst í 2.flokki Vigdís og stigahæst í ungmennaflokki Jónína Lilja Pálmad.

Fjölmörg önnur verðlaun voru veitt þetta kvöld og tók Þórir Ísólfsson við verðlaunum sem ræktandi stóðhestsins Hlekks frá Lækjamóti en hann var í 2.sæti hæst dæmdu 6 vetra stóðhesta ársins hjá Hrossaræktarsamökunum.

Hlekkur frá Lækjamóti undan Álf frá Selfossi og Von frá Stekkjarholti

Flettingar í dag: 1427
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 1601
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 674245
Samtals gestir: 63772
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 17:35:18
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]