07.09.2011 09:36

Haustlegt veður

Í dag miðvikudaginn 7.september er frekar haustlegt um að lítast. Göngur standa yfir á Víðidalstunguheiði alla þessa viku og er þokan eitthvað að stríða gangnafólki sem bíður nú í Fellaskála eftir að létti til. Gangnamenn Lækjamótsfjölskyldunnar eru Ísólfur, Óli Steinar og Gunnar. Það er vonandi að þeir komist af stað til að smala í dag annars verður morgundagurinn ansi langur. Við sem sitjum heima horfum til fjalls og vonum það besta en erum um leið fegin að geta verið inni í hitanum.


Svona leit Víðidalsfjallið út kl. 9 í morgun, stóðhestarnir Freyðir og Flugar kipptu sér þó lítið upp við þokuna en þeir eru saman í kærkomnu haustfríi. Freyðir eftir að hafa sinnt hryssum og Flugar eftir að hafa staðið sig vel í keppnum í sumar.

Flettingar í dag: 1305
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 1601
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 674123
Samtals gestir: 63750
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 13:32:10
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]