25.06.2011 12:05

Þórir Landsmótssigurvegari ;o)

Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ er haldið á Hvammstanga nú um helgina. Þórir tók þátt í hestaíþróttum og náði mjög góðum árangri. Hann sigraði þar bæði fjórgang og tölt og varð annar í fimmgangi. Í fjórgangi og tölti reið Þórir 6 vetra alhliðahestinum Kvarani frá Lækjamóti. Kvaran er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti. Í fimmgangi reið Þórir til úrslita á 5 vetra hryssunni Návist frá Lækjamóti sem þreytti sína frumraun á keppnisbrautinni. Návist fór nýverið í fyrstu verðlaun og er undan Sævari frá Stangarholti og Andvaradótturinni Gildru frá Lækjamóti. Aldeilis glæsilegur árangur hjá Þóri og hrossum ræktuðum á Lækjamóti.

 
Þórir og Kvaran frá Lækjamóti 6 vetra hlutu 1.sætið í tölti og fjórgangi á Landsmóti UMFÍ 50+.


Þórir og Návist frá Lækjamóti 5 vetra urðu í 2.sæti í fimmgangi á Landsmóti UMFÍ 50+.


Þórir setti svo punktinn yfir i-ið með því að leggja Kvaran á skeið útaf vellinum eftir að hafa unnið á honum bæði tölt og fjórgang. Þar með eru þeir félagarnir klárir til þátttöku í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem hefst á morgun.


Flettingar í dag: 888
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 953
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 767440
Samtals gestir: 67281
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 18:50:23
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]