26.08.2010 16:10
Fjöruferð
Sonja og Friðrik brugðu út af vananum og fóru með reiðhestana sína í fjöruna við ósa Austari-Héraðsvatna í Skagafirði og þjálfuðu þar. Þetta var hin mesta skemmtun. Sandurinn harður og fjaðrandi og hestarnir vakandi á nýju umhverfi og þá sérstaklega voru þeir hissa á ölduganginum. Þetta var skemmtileg tilbreyting í þjálfuninni. Það er mikilvægt að hafa fjölbreytta þjálfun til að halda gleði í hestum og mönnum og ekki síður til að fá hrossin til að leita til og treysta knapanum í krefjandi aðstæðum. Myndavélin var með í för. Lofum við því myndunum að tala sínu máli.
Friðrik og Dagur frá Hjaltastaðahvammi Sonja og Kvaran frá Lækjamóti 5 vetra
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1183
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 953
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 767735
Samtals gestir: 67298
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 23:44:57
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]