15.12.2009 17:10
Rekstur
Það er skemmtileg tilbreyting bæði fyrir menn og hesta að komast í rekstur. Það eykur þol, styrk og gleði í hrossunum. Í seinustu viku var farið í einn slíkan á Lækjamóti en reynt er að miða við að fara einu sinni í viku. Veðrið var dásamlegt og mikil hlaupagleði í hrossunum. Það er alltaf gaman að virða fyrir sér hreyfingar hrossanna og sýndu þau mörg hver á sér ansi skemmtilegar hliðar. Það er komið gott skrið á tamningar og húsið fullt á Lækjamóti. Margt efnilegt og spennandi vetur framundan.
Mikið fjör í rekstri
Bestu kveðjur frá Lækjamóti
Skrifað af Lækjamót
Flettingar í dag: 1427
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 1601
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 674245
Samtals gestir: 63772
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 17:35:18
LÆKJAMÓT | 531 HVAMMSTANGI -
ÍSLAND | +354 4512570 | [email protected]