19.07.2009 17:18

Ísólfur og Sindri í B-úrslit á Íslandsmóti


Ísólfur og Sindri frá Leysingjastöðum

Þá er Íslandsmóti 2009 á Akureyri lokið en þar tóku Ísólfur og Friðrik báðir þátt í spennandi keppni.
Ísólfur keppti á Sindra frá Leysingjastöðum í fjórgangi og tölti,  Ögra frá Hólum í fjórgangi og Kylju frá Hólum í fimmgangi. Ísólfur og Sindri hlutu 7,0 í forkeppni í fjórgangi sem þýddi í þetta sinn 11 sæti og aðeins 0,03 frá B úrslitum. Ísólfur og Ögri hlutu einkunnina 6,50.
Fimmgangurinn gekk ekki nógu vel, Kylja varð eitthvað lítil í sér og vildi lítið sýna sitt besta í Eyjafirðinum að þessu sinni.
Í tölti gekk hinsvegar allt upp og fengu þeir Ísólfur og Sindri einkunnina 7,80 sem skaut þeim upp í 6.sæti og fóru þeir því í B- úrslit. Þar fengu þeir 8,0 en urðu í 7.sæti þeir voru báðir afskaplega sáttir enda mjög góður árangur og góð reynsla. Sindri er nú komin í sumarfrí á Lækjamóti og hittir þar hryssur.
Friðrik keppti á Degi frá Hjaltastaðahvammi í slaktaumatölti og urðu í 9. sæti.





Ísólfur og Ögri frá Hólum
 

Flettingar í dag: 1278
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1601
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 674096
Samtals gestir: 63740
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 13:10:19
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]