06.11.2015 20:17

Ræktunarbú ársins og knapi ársins 2015

Það var mikið fjör á uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra sl. laugardag.  Um 170 manns mættu á skemmtunina sem hófst á glæsilegum kvöldmat, svo tóku við verðlaunaafhendingar fyrir knapa ársins, hæst dæmdu hross ársins og ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra.  Að því loknu voru frábær skemmtiatriði þar sem Ísólfur og Sonja voru meðal leikenda og sýndu á sér nýjar hliðir á sviði :) Kvöldinu lauk svo með dansleik fram á nótt.   

Fjögur ræktunarbú voru tilfnefnd sem ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra en öll þessi bú komu til greina sem ræktunarbú ársins á landsvísu og því ljóst að keppnin var hörð enda árangurinn verið mjög góður þetta árið á svæðinu.   Búin sem tilnefnd voru heita Bessastaðir, Gauksmýri, Lækjamót og Syðri-Vellir.  Svo fór að Lækjamót hlaut flest stig og því ræktunarbú ársins 2015! Alls voru 12 hross sýnd í kynbótadóm á árinu og fóru 7 þeirra yfir 8 í aðaleinkunn. 

Ræktendur á Lækjamóti eftir verðlaunaafhendingu

 

Verðlaun voru veitt í hverjum aldursflokki og þær hryssur sem hlutu verðlaun frá Lækjamót voru Vala, Hafdís, Ósvör og Iða. 

 

6 vetra hryssur 
1. Hugsun frá Bessastöðum    8,21
2. Vala frá Lækjamóti                8,21
3. Hellen frá Bessastöðum      8,05
 
Vala frá Lækjamóti ásamt eiganda sínum Karítas Aradóttur að keppa í unglingaflokki. Vala er undan Valdísi frá Blesastöðum og Sindra frá Leysingjastöðum 
 
 
5 vetra hryssur 
1.Snilld frá Syðri - Völlum        8,37
2. Hafdís frá Lækjamóti            8,12
3.Ósvör frá Lækjamóti              8,07

Hafdís frá Lækjamóti undan Valdísi frá Blesastöðum og Ómi frá Kvistum

 

Ósvör frá Lækjamóti undan Rán frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum

 

4 vetra hryssur
1.Fröken frá Bessastöðum      8,04
2.Iða frá Lækjamóti                   8,00
3.Etna frá Gauksmýri                7,82
 

Iða frá Lækjamóti undan Framtíð frá Leysingjastöðum og Krafti frá Efri-Þverá

 

 

Verðlaun fyrir knapa ársins í hverjum flokki voru einnig veitt á uppskeruhátíðinni og í 1.flokki urðu þeir "bræður" Ísólfur og James í 1. og 2.  sæti, virkilega gaman að því :) 

 

Ísólfur knapi ársins hjá Þyt 2015 :)  James varð í 2.sæti en hann flutti á árinu til Svíþjóðar. 

 

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074586
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:35:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is