09.03.2015 08:23

Meistaradeild ofl.

 
 

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar.  Eftir sigur hjá Ísólfi í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS var komið að fimmgangi.  Þar varð Ísólfur í 2-3 sæti eftir glæsilega sýningu í forkeppni. Í úrslitunum gekk líka vel en keppnin var sterk og fyrir skeiðið voru Ísólfur og Sólbjartur í 5.sæti.  Eftir þrjá magnaða skeiðspretti þar sem þeir sýndu frábært samspil og kraft uppskáru þeir glæsieinkunnir og sigur í höfn.  Þeir félagar brunuðu svo norður aftur á föstudagsmorgni og á mánudegi var Ísólfur kominn aftur suður í sjónvarpsviðtal fyrir þátt Meistardeildarinnar.  Í sömu viku var svo sýndur þáttur á stöð2 um uppbygginguna á Lækjamóti, byggingu Sindrastaða.  Þann þátt má sjá á vefslóðinni http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP34215 en við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð við þættinum og þökkum kærlega fyrir það.

Næsta mót í Meistaradeild VÍS er tölt og er Ísólfur þegar þetta er ritað að undirbúa sig til að keyra af stað suður til að taka þar þátt. 

 

Húnvetnska liðakeppnin er byrjuð og tók Lækjamótsfólk að sjálfsögðu þátt í henni.  Úrslitin og myndir fáum við lánuð af heimasíðu hestamannafélagsins Þyts. En þar má sjá að okkar fólki gekk vel, Guðmar var glæsilegur í pollaflokki, Eysteinn sem kemur til okkar einu sinni í viku að þjálfa og vinna í hesthúsinu sigraði barnaflokkinn. Karítas sem kemur þrjá daga viku að þjálfa og vinna hjá okkur varð í 2.sæti á hryssunni sinni Völu frá Lækjamóti en sú er einungis á 6.vetur og undan Sindra frá Leysingjastöðum. Gerður Rósa sem er tamningakona hjá okkur á Sindrastöðum varð í 4.sæti í 2.flokki á Sýn frá Grafarkoti.  Í 1.flokki sigraði svo Vigdís á Sögn frá Lækjamóti og Ísólfur varð annar á Gulltopp frá Þjóðólfshaga.  

 

Vigdís og Sögn frá Lækjamóti                                            (ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir) 
 

Ísólfur og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 
 
1. flokkur
A úrslit:
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti Víðidalur 7,17
2 Ísólfur Líndal Þórisson / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 Víðidalur  6,77
3 Jessie Huijbers / Hátíð frá Kommu Víðidalur 6,63
4-5 Hörður Óli Sæmundarson / Daníel frá Vatnsleysu Víðidalur 6,53
4-5 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti LiðLísuSveins 6,53
 
B úrslit:
5 Hörður Óli Sæmundarson / Daníel frá Vatnsleysu Víðidalur  6,60
6 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti LiðLísuSveins  6,43
7 Ingólfur Pálmason / Orka frá Stóru-Hildisey LiðLísuSveins  6,27
8 Tryggvi Björnsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 LiðLísuSveins  6,20
9 Jóhann Magnússon / Embla frá ÞóreyjarnúpiLiðLísuSveins  6,17
10 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi Víðidalur 5,87
 
 
Gerður Rósa og Sýn frá Grafarkoti
2. flokkur
A úrslit:
1 Marina Gertrud Schregelmann / Diddi frá Þorkelshóli 2 Víðidalur 6,57
2 Magnús Ásgeir Elíasson / Elding frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 6,03
3 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Stuðull frá Grafarkoti LiðLísuSveins  6,00
4 Gerður Rósa Sigurðardóttir / Sýn frá Grafarkoti Víðidalur  5,93
5-6 Jóhann Albertsson / Sálmur frá Gauksmýri Víðidalur 5,83
5-6 Greta Brimrún Karlsdóttir / Sveipur frá Miðhópi LiðLísuSveins 5,83
 
B úrslit:
5-6 Jóhann Albertsson / Sálmur frá Gauksmýri Víðidalur  5,87
5-6 Gerður Rósa Sigurðardóttir / Sýn frá Grafarkoti Víðidalur  5,87
7-8 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Líf frá Sauðá LiðLísuSveins  5,63
7-8 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ LiðLísuSveins 5,63
9 Sverrir Sigurðsson / Magni frá Höfðabakka LiðLísuSveins 4,97

3. flokkur
A úrslit:
1 Stine Kragh / Þór frá Stórhóli Víðidalur 6,17
2 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli Víðidalur  5,90
3 Tatjana Gerken / Hökull frá Þorkelshóli 2 Víðidalur  5,40
4 Rannveig Hjartardóttir / Eyri frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 4,90
5 Hrannar Haraldsson / Máni frá Melstað LiðLísuSveins 4,10 
 
B úrslit:
5 Tatjana Gerken / Hökull frá Þorkelshóli 2 Víðidalur  5,10
6 Halldór Sigfússon / Toppur frá Kommu LiðLísuSveins 5,03
7 Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir / Sörli frá Helguhvammi II LiðLísuSveins  5,00
8 Aðalheiður Einarsdóttir / Skuggi frá Brekku, Fljótsdal Víðidalur 4,83
9 Elísa Ýr Sverrisdóttir / Feykja frá Höfðabakka LiðLísuSveins 4,07
  
Unglingaflokkur:
1 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti LiðLísuSveins  6,17
2 Karítas Aradóttir / Vala frá Lækjamóti Víðidalur 6,03
3 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir / Ræll frá Varmalæk Víðidalur 5,70
4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Brokey frá Grafarkoti LiðLísuSveins 5,13
5 Fríða Björg Jónsdóttir / Brúnkolla frá Bæ I Víðidalur 4,67
 
Barnaflokkur:
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti Víðidalur  5,03
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Dögg frá Múla LiðLísuSveins 4,97
3 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum LiðLísuSveins 4,17
4 Margrét Jóna Þrastardóttir / Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá LiðLísuSveins 3,63
5 Arnar Finnbogi Hauksson / Lukka frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 2,43 
 
Pollaflokkur:
Pollarnir stóðu sig auðvitað vel, riðu tvígangsprógram.
 
Indriði Rökkvi Ragnarsson Freyðir frá Grafarkoti LiðLísuSveins
Einar Örn Sigurðsson Ljúfur frá Hvoli LiðLísuSveins
Erla Rán Hauksdóttir Lukka frá Stóru - Ásgeirsá Víðidalur
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þokki frá Hvoli Víðidalur
Guðmar Hólm Ísólfsson Valdís frá Blesastöðum 1a Víðidalur
Oddný Sigríður Eiríksdóttir Djarfur frá Sigmundarstöðum LiðLísuSveins

Guðmar og Valdís frá Blesastöðum 

 

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074586
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:35:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is