18.07.2014 20:31

Opið hús - 27.ágúst 2014

 

Í rúmt ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Lækjamóti.  Stórvirkar vinnuvélar, öflugir iðnaðarmenn og aðrir sérfræðingar hafa unnið hörðum höndum saman að því að gera þessa framkvæmd sem glæsilegasta.  Erum við afar ánægð með hvernig til hefur tekist og langar að fagna opnunnar SINDRASTAÐA með því að hafa

opið hús miðvikudaginn 27.ágúst nk.  Húsið verður opið frá klukkan 11:00-18:00 , 

vonum við innilega að sem flestir sjái sér fært að mæta og gleðjast með okkur.

 

 

þar sem myndir segja meira en mörg orð þá má sjá hér að neðan myndir af framkvæmdunum, ein á mánuði frá því byrjað var á grunni hússins í maí 2013 til maí 2014 þegar framkvæmdin er langt á veg komin, restina sjáið þið þegar þið komið í heimsókn :)

 Njótið vel. 

 

 

2.maí 2013 byrjað á grunni að reiðhöll

 

 

7.júní 2013, fyrsta steypan (en ekki sú síðasta)

 

 

15.ágúst, skítakjallarinn tilbúinn ;)

 

 

10. september, fyrsti límtrésbitinn

 

 
12.október, búið að reisa límtré í reiðhöll

 

 

 

á sama tíma unnið að gerð hringvallar og kynbótabrautar

 

 

18.nóvember, unnið í myrkri og kulda, einingar farnar að sjást

 

 
8.nóvember, unnið að nýjum afleggjara heim að Lækjamóti II og Sindrastöðum

 

 
 

19. desember, síðasta einingin sett á þakið

 

 
 
16.janúar 2014, hesthúshlutinn

 

 
17.febrúar, byrjað að setja upp stíur

 

5.mars, kennslusalur og fleiri herbergi byrjuð að myndast

 

1.apríl, alveg að verða tilbúið...fannst okkur þá ;)

 

8.maí, byrjað að keyra inn skeljasand
Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074562
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:04:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is