19.05.2014 06:26

WR mót á Sauðárkróki

Farið var með nokkur hross á WR mót á Sauðárkróki um síðustu helgi.  Ísólfur og Vaðall frá Akranesi prófuðu í fyrsta sinn T2 úti og fóru í frábærar tölur eða 7,37 í forkeppni og 7,75 í úrslitum. Ekki slæm frumraun það. Þrátt fyrir þessa háu einkunn urðu þeir þó að sætta sig við annað sætið en Þórarinn og Taktur voru í miklu stuði og sigruðu með einkunnina 8,33.

Vaðall og Ísólfur

 

Í tölti og fjórgang keppti Vigdís á Dökkva frá Leysingjastöðum II, var þetta frumraun Dökkva í töltkeppni úti á hringvelli en hann er mjög efnilegur keppnishestur. Þau enduðu í 7.sæti í tölti með 6,56. 

Vigdís og Dökkvi frá Leysingjastöðum II

 

Í fimmgangi sigraði Hallfríður á hryssunni Kolgerði frá Vestri-Leirárgörðum með 6,98. Þær hlutu hæstu einkunn allra í úrslitunum fyrir skeiðsprettina sem voru mjög vel útfærðir. 

Haffí og Kolgerður á flottu skeiði í forkeppninni

 

Haffí gekk líka vel í 100m skeiði en hún fór með smalahestinn hans Ísólfs, Hrók frá Kópavogi. Hrókur er ekki alltaf auðveldur við að eiga en Haffí hefur þjálfað hann í allan vetur og hann skeiðaði báða sprettina. Þau urðu í 4.sæti á tímanum 8,53 sek.

Haffí og Hrókur á fullri ferð

 

Á mótinu var boðið upp á pollaflokk og þar var Guðmar að sjálfsögðu mættur með hann Rökkva. Þrátt fyrir þó nokkurn vind og kulda tók Guðmar ekki annað í mál en að keppa í sýningarjakka! þeir félagar mættu því á völlinn prúðbúnir og ánægðir.

Guðmar og Rökkvi komnir í sparigallann :)

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 179
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 1045161
Samtals gestir: 223721
Tölur uppfærðar: 18.1.2019 08:51:22
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is