11.04.2014 14:52

Ísólfur sigrar KS deildina 2014

 

Spennan var í hámarki á miðvikudagskvöldið þegar nokkrir knapar börðust um sigurinn í einstaklingskeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS deildinni. Ísólfur tefldi fram nýjum hesti í slaktaumatöltinu, Vaðli frá Akranesi, sem hafði verið breytt í slaktaumatöltara á örfáum dögum eftir að Gulltoppur varð úr leik. Frumraunin gekk stórvel og enduðu þeir félagar í öðru sæti og náðu þar dýrmætum stigum. Vigdís keppti á Björk frá Lækjamóti og urðu þær 10. og því hársbreidd frá úrslitunum.

Skeiðið var æsispennandi og margir fljótir hestar og því ljóst að spennan myndi haldast fram að síðasta spretti. Þrír hestar fóru í gegnum höllina undir 5 sek sem eru mjög góður tími. Einn þeirra var Korði frá Kanastöðum sem undir stjórn Ísólfs fór báða sína spretti undir 5 sek og varð í 3.sæti.

Elvar Einarsson átti frábært kvöld og sigraði báðar keppnisgreinar kvöldsins.

Verðlaunahafar kvöldsins í slaktaumatölti og skeiði

 

Eftir þennan góða árangur kvöldsins var ljóst að Ísólfur varð stigahæsti einstaklingurinn í KS deildinni 2014 og varði hann þar með titil sinn.

 

 

HÚNVERSKA LIÐAKEPPNIN

Um síðastliðna helgi fór fram síðasta mótið í hinni stórskemmtilegu mótaröð Húnversku liðakeppninni. Keppt var í tölti. Skemmst er frá því að segja að heimilisfólkið á Lækjamóti stóð sig sérstaklega vel þar sem 4 af 5 einstaklingum í A-úrslitum 1.flokks voru frá Lækjamóti sem gerði sérstaklega skemmtilega stemningu fyrir okkur.

5. Sonja Líndal og Kvaran frá Lækjamóti, 3-4. Fanney Dögg og Brúney frá Grafarkoti, 3-4 Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum, 2. Ísólfur og Vaðall frá Akranesi og 1. James á Sögn frá Lækjamóti.

Ísólfur varð stigahæsti knapi vetrarins í 1.flokki og Vigdís þriðja stigahæst.

http://cs-001.123.is/DeliverFile.aspx?id=4904593b-9b07-4e3c-82cd-7a6889246285

 

Nánar um úrslit má sjá á heimasíðu Þyts, thytur.123.is

 
Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074562
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:04:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is