30.03.2014 14:40

KS tölt og "hestar fyrir alla"

Í liðinni viku fór fram Meistaradeild Norðurlands og að þessu sinni var keppt í tölti. Mótið í heild var gott og A-úrslitin frábær. Ísólfur og Kristófer voru eftir forkeppni í þriðja sæti en unnu sig upp í annað sæti í úrslitum með einkunnina 8,17 á eftir Bjarna og Randalín.  Kristófer sýndi í þessum úrslitum nýjar og spennandi hliðar sem töltari í fremstu röð og verður spennandi að sjá hvernig hann þróast áfram í sumar. 

Þegar tvær greinar eru eftir er einstaklingskeppnin verulega spennandi.  Ísólfur er efstur með 55 stig, Bjarni annar með 54, þriðji er Tóti með 53 stig og fjórða er Mette með 49 stig. 

 

Á laugardaginn var reiðhallarsýningin "hestar fyrir alla" haldin á Hvammstanga. Sýningin gekk mjög vel.  Börn, unglingar og fullorðnir á öllum stigum hestamennsku sýndu góð atriði með hinum frábæra íslenska hesti sem gegnir svo margvíslegum hlutverkum.  Við tókum þátt í tveimur atriðum, knapar ársins 2013 þar sem Ísólfur var með Gandálf frá Selfossi. Í lok sýningar kom svo Lækjamót sem ræktunarbú ársins 2013 og þar mættu fjórar dömur á fjórum Lækjamóts gæðingum wink

(Ljósmynd Árborg Ragnarsd.)

Birna og Jafet, Johanna og Eyvör, vigdís og Sögn, Sonja og Kvaran

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 655
Gestir í dag: 149
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 216545
Samtals gestir: 34925
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 22:26:40
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]