13.03.2014 14:41

keppnin heldur áfram

Frá því síðasta frétt var skrifuð eru tvö mót búin og tveir dagar í næsta mót, keppnin er því á fullu á öllum vígstöðum. 

Í síðustu viku fór fram Tölt í meistardeild suðurlands, áttu Ísólfur og Kristófer flotta sýningu og hlutu 7,37 í einkunn. Fyrirfram hefði maður veðjað á að það myndi nægja í b-úrslit en keppnin var gríðarsterk og jöfn og enduðu þeir félagar næstir við úrslit eða í 11.sæti. Engu að síður frábær árangur og spennandi að sjá hvernig Kristófer þróast í töltkeppni en hann er að stíga sín fyrstu skref á þeim vettvangi.

Í gærkvöldi fór svo fram fimmgangur í Meistardeild Norðurlands. Vigdís keppti á Flosa.  Flosi var of spenntur á nýjum stað, ákvað að drífa sig með brautina en gleymdi gangtegundum á meðan...Vigdís hætti því bara keppni og setur þetta í reynslubankann. 

Ísólfur keppti á gæðingnum Sólbjarti frá Flekkudal.  Þeir voru góðir í forkeppni, komu í öðru sæti inn í A-úrslit með 7,0.  Í úrslitum voru þeir enn betri. Hefðum alveg viljað sjá hærri tölur fyrir fet og skeið en lítið við því að gera, þriðja sætið niðurstaðan og aðal atriðið að hesturinn var frábær.

úrslit kvöldsins urðu þessi en eftir kvöldið eru Ísólfur og Tóti efstir og jafnir að stigum í einstaklingskeppninni

 

A - úrslit 

1.Þórarinn Eymundsson - Þeyr frá Prestbæ - 7,48
2.Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 7,26
3.Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal - 7,14
4.Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - 7,12
5.Elvar E. Einarsson - Gáta frá Ytra-Vallholti -  6,52

B - úrslit

5. Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 6,73
6. Tryggvi Björnsson - Villandi frá Feti - 6,70
7. Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu - 6,63
8. Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum - 6,53
9. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Leiftur frá Búðardal - 6,33
10. Viðar Bragason - Þórdís frá Björgum - 6,33

 

Á laugardaginn er fimmgangur í Húnvetnsku liðakeppninni. Þar ætla Ísólfur og Vigdís að keppa á sömu hestum en fara í hestakaup svo það verður gaman að sjá hvernig það fer smiley

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1074607
Samtals gestir: 230467
Tölur uppfærðar: 21.6.2019 00:08:31
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is