21.02.2014 19:46

Fimmgangur VÍS

Þriðju grein af átta í Meistaradeild VÍS lauk í gærkvöldi þegar fimmgangur fór fram. Keppnin var hörð og mikil barátta milli efstu hesta. Svo fór að Ísólfur og Sólbjartur höfnuðu í fimmta sæti, örfáum kommum á eftir næstu keppendum en þeir félagar áttu frábæra skeiðspretti og hlutu fyrir þá hæstu einkunn allra keppenda.

 

Guðmar keppti á Flosa frá Búlandi. Þeir sýndu faglega og góða sýningu með krafmiklum skeiðsprettum en dugði því miður ekki til, niðurstaðan 11.sæti eða næsta við b-úrslit.  

Eftir fimmganginn er Ísólfur enn í þriðja sæti í einstaklingskeppninni með 17 stig, í öðru sæti er Sylvía með 20 og efst er Olil með 25 stig. Næsta mót í VÍS er Tölt þann 6. mars en í millitíðinni fer fram fjórgangur í KS deildinni hér fyrir norðan þar sem bæði Ísólfur og Vigdís ætla að keppa. 

 

niðurstöður allra keppenda í fimmgangi VÍS urðu þessar:

Niðurstöður úr fimmgangnum

1. Sylví Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga 7,69
2. Sigurður V. Matthíasson Gustur frá Lambhaga Ganghestar/Málning 7,50
3. Árni Björn Pálsson Oddur frá Breiðholti í Flóa Auðsholtshjáleiga 7,43
4. John Kristinn Sigurjónsson Konsert frá Korpu Hrímnir/Export hestar 7,40
5. Ísólfur Líndal Þórisson Sólbjartur frá Flekkudal Spónn.is/Heimahagi 7,38
6. Hulda Gústafsdóttir Birkir frá Vatni Árbakki/Hestvit 7,14 

7. Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla Ganghestar/Málning 7,17
8. Olil Amble Álfffinnur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7,00
9. Sigursteinn Sumarliðason Kinnskær frá Selfossi Ganghestar/Málning 6,95
10. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Kolgrímu frá Minni-Völlum Top Reiter/Sólning 6,86

11. Guðmar Þór Pétursson Flosi frá Búlandi Spónn.is/Heimahagi 6,60
12. Daníel Jónsson Penni frá Eystra-Fróðholti Gangmyllan 6,57
13. Teitur Árnason Maríus frá Hvammi Top Reiter/Sólning 6,47
14. Sigurður Sigurðarson Frægur frá Flekkudal Lýsi 6,43
15. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Eldey frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga 6,37
16. Hinrik Bragason Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 Árbakki/Hestvit 6,27
17. Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga Lýsi 6,20
18. Guðmundur Björgvinsson Flaumur frá Auðsholtshjáleigu Top Reiter/Sólning 6,10
19. Sigurbjörn Bárðarson Spói frá Litlu-Brekku Lýsi 6,13
20.-21. Ragnar Tómasson Þrenna frá Hofi I Árbakki/Hestvit 6,00
20.-21. Leó Geir Arnarson Gjöll frá Skíðbakka Spónn.is/Export hestar 6,00
22. Bergur Jónsson Strokkur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 5,90 
23. Viðar Ingólfsson Heimur frá Votmúla 1 Hrímnir/Export hestar 5,87
24. Eyrún Ýr Pálsdóttir Eva frá Mið-Fossum Hrímnir/Export hestar 5,27

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074586
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:35:24
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is