24.01.2014 14:35

Góður árangur í Meistaradeild Vís

Fjórgangsmóti Meistaradeildar Vís lauk í gærkvöldi.  Öll umgjörð var til fyrirmyndar, frábær stemming var meðal áhorfenda sem létu vel í sér heyra og glæsileg sjónvarpsútsending Stöð 2 setti punktinn yfir i-ið.   Mjög gaman var líka að fá fréttir af því að margir hittust og horfðu saman á beina útsendingu á stöð 2 sport. Auk þess sem margir vinir okkar búsettir erlendis fylgdust með í gegnum internetið.

Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi stóðu sig frábærlega, hlutu 7,23 í einkunn í forkeppni sem þýddi 5.-6. sæti og sæti í A-úrslitum.   Eftir  A-úrslitin enduðu þeir í 4.sæti með 7,67 í einkunn eftir harða keppni við frábæra hesta og knapa þar sem Ólafur og Hugleikur frá Galtanesi hlutu verðskuldaðan sigur.  Ísólfur hafði orð á því eftir mótið að honum hefði liðið eins og hann væri að keppa á Íslandsmóti nema það er ennþá bara janúar! 

 

 

Við vorum líka afar ánægð með árangur Vaðals frá Akranesi sem við lánuðum Guðmari Þór, þeir hlutu 6,90 einkunn. Flottur árangur en þetta er í fyrsta sinn sem Vaðall keppir í fjórgangi og fyrsta sinn sem keppt er á honum innanhús. Í raun var það svo að við (Ísólfur og Vigdís) vorum eins og stressaðir foreldrar með hnút í maganum þegar Vaðall "litli" var í braut ;)

 

Gott var að komast heim í nótt en við tókum ákvörðun um að keyra beint heim eftir mótið til að komast á undan storminum sem spáð var. Heimferðin gekk mjög vel og voru allir 8 hestarnir ánægðir að komast heim aftur í stíurnar sínar. Þeir höfðu samt mjög gott af því að kíkja á suðurlandið og komu reynslunni ríkari heim.  Næsta mót er Gæðingafimi þann 6. febrúar sem verður gaman að sjá hvernig hún fer.

staðan í einstaklingskeppninni eftir fyrsta mótið er þessi:

KNAPI STIG
Ólafur B. Ásgeirsson 12
Olil Amble 10
Eyjólfur Þorsteinsson 8
Ísólfur Líndal Þórisson 7
Jakob S. Sigurðsson 6
Viðar Ingólfsson 4,5
Þórdís Erla Gunnarsdóttir 4,5
Eyrún Ýr Pálsdóttir 3
Guðmundur Björgvinsson 2
Hulda Gústafsdóttir 1

 

og liðakeppnin er svona:

Lið Stig
Hrímnir/Export hestar 59,5
Top Reiter/Sólning 47
Gangmyllan 43
Lýsi 33
Auðsholtshjáleiga31,5 
Spónn.is/Heimahagi 31
Árbakki/Hestvit 30
Ganghestar/Málning 25

 

 

 

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 214908
Samtals gestir: 34575
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 09:46:30
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]