28.11.2013 08:51

Hestar í þjálfun í vetur

Það er nóg um að vera í hesthúsinu og allir vinnudagar skemmtilegir.  Til að aðstoða okkur við þjálfun og tamningar höfum við ráðið reiðkennarann Hallfríði S. Óladóttur (Haffý) fram yfir Landsmót 2014.  Haffý hefur síðustu 3 mánuði verið að temja tryppi fædd 2010 fyrir Þóri og Ellu. Það hefur gengið mjög vel og eru þau á leiðinni út í frí núna en í þeim hópi voru m.a nokkur spennandi Blysfara afkvæmi.  Um næstu helgi verða tekin aftur inn 2010 árgangurinn sem Ísólfur og Vigdís eiga en þau voru taminn í tvo mánuði fyrr í haust.  Verður gaman að sjá hvernig þau þróast en mörg þeirra eru undan Freyði frá Leysingjastöðum II sem þrátt fyrir harða samkeppni er kóngurinn í húsinu ;) 

Freyðir er einn af þeim gæðingum sem verða í þjálfun hjá Ísólfi og Vigdísi

hér fyrir neðan má sjá hluta þeirra hrossa sem eru nú í þjálfun á Lækjamóti:

 

Vaðall frá Akranesi

Gandálfur frá Selfossi

Sögn frá Lækjamóti

 

Kristófer frá Hjaltastaðahvammi

 

Björk frá Lækjamóti 

 

Kappi frá Kommu

 

Flosi frá Búlandi 

 

Korði frá Kanastöðum 

 

Gulltoppur frá Þjóðólfshaga

Blær frá Torfunesi 

 

Sólbjartur frá Flekkudal

 

 

 

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074562
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:04:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is