30.10.2013 19:12

Ísólfur tilnefndur til gæðingaknapa ársins 2013

Þann 9. nóvember nk. fer fram Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway. Þar verða veitt verðlaun fyrir árið 2013 í eftirfarandi flokkum: knapi ársins, gæðingaknapi ársins, íþróttaknapi ársins, efnilegasti knapi ársins, skeiðknapi ársins, kynbótaknapi ársins og ræktunarbú keppnishesta.  

Nefndin hefur skilað af sér niðurstöðum og er Ísólfur tilnefndur sem gæðingaknapi ársins ásamt Eyjólfi Þorsteinssyni, Sigurði Vigni Matthíassyni, Sigurði Sigurðarsyni og Steingrími Sigurðssyni. Það er mikill heiður að vera tilnefndur sem einn af bestu knöpum landsins og eitthvað sem vel getur vanist wink.  Það er gaman að segja frá því að ásamt Ísólfi eru tveir aðrir vestur-Húnvetningar tilnefndir en það eru þau Helga Una Björnsdóttir í flokki kynbótaknapa ársins og Bergþór Eggertsson í tveimur flokkum, sem skeiðknapi ársins og knapi ársins. Glæsilegur árangur.

Ísólfi gekk mjög vel árið 2013 og í gæðingakeppni er sá árangur sem stendur uppúr sigur í B-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti á Kaldármelum þar sem þeir Freyðir frá Leysingjastöðum II fóru í 9,01.

Ísólfur og Freyðir frá Leysingjastöðum II

 

 

Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, komust einnig í A-úrslit á Fjórðungsmóti Vesturlands

 

 

Ísólfur og Vaðall frá Akranesi voru í b-úrslitum í B-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti Vesturlands

 

Ísólfur og Álfrún frá Víðidalstungu II voru í b-úrslitum í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti Vesturlands

 

 

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074562
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:04:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is