11.09.2013 18:38

Hverjar fóru hvert!

Nú eru síðustu hryssurnar að týnast heim frá stóðhestum. Vel hefur gengið að koma folaldi í þær flestar svo við bíðum spennt eftir næsta sumri.  Til gamans birtum við hér upplýsingar hvaða hryssur um ræðir og undir hvaða stóðhesta þær fóru, birt í stafrófsröð en þær eru 18 talsins þetta árið.

 

Alúð frá Lækjamóti IS2006255108,(aðaleink. 8,24) eigandi Þórir Ísólfsson

F: Þorsti frá Garði

M: Von frá Stekkjarholti

Alúð hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn þar af 8,40 fyrir hæfileika og 8,0 fyrir byggingu. Mikill gæðingur 

með jafnar og góðar gangtegundir og mikinn fótaburð.

Alúð er fylfull við Narra frá Vestri-Leirárgörðum sem hlaut í sumar 8,71 í aðaleinkunn þar af 8,92 fyrir kosti og 8,39 fyrir sköpulag.

 

 

Gáta frá Lækjamóti IS2007255105, (aðaleink. 8,24) eigandi Elín R. Líndal

F: Trúr frá Auðsholtshjáleigu 

M:Toppa frá Lækjamóti

Gáta er mikill alhliða gæðingur sem hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn þar af 8,31 fyrir hæfileika og 8,13 fyrir sköpulag.

Gáta er fylfull við Freyði frá Leysingjastöðum II sem fór m.a í sumar í 9,01 í B-flokki gæðinga og viku seinna í og yfir 8 í tölti og fjórgangi á Íslandsmóti. 

 

 

Gildra frá Lækjamóti IS1996255109, eig. Þórir Ísólfsson

 

F: Andvari frá Ey

M: Von frá Stekkjarholti Gildra er geðgóð, hágeng og mjúk tölt hryssa sem er ósýnd vegna meiðsla. 

Gildra hefur gefið eina 1.verðlauna hryssu, Návist frá Lækjamóti (a.e. 8.33)

Er fylfull við Gandálf frá Selfossi sem er með 8,46 í aðaleinkunn þar af 8,72 fyrir hæfileika. 

 

 

Kosning frá Ytri-Reykjum IS1994255511, eig. Þórir Ísólfsson

F: Ljúfur frá Torfunesi

FF: Baldur frá Bakka

M: Líf frá Syðri-Reykjum

Kosning er myndarleg, viljug klárhryssa með góðar grunngangtegundir.

Fyrsta afkvæmi Kosningar er Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sem er mjög góður keppnishestur og hefur m.a verið í úrslitum á Íslandsmóti í fjórgangi og sigrað 4.gang Meistaradeildar Norðurlands tvö ár í röð.

Kosning er fylfull við Vaðal frá Akranesi sem hefur m.a hlotið 8,35 í aðaleinkunn þar af 8,42 fyrir hæfileika. 

 

 

 
Rán frá Lækjamóti IS2000255105, (aðaleink. 8,22) eigandi Elín R. Líndal

F: Skorri frá Blönduósi

M: Toppa frá Lækjamóti
Rán er myndarleg alhliðahryssa með mikið og gott skeið. Hlaut m.a 9 fyrir skeið og vilja og geðslag í kynbótadómi. Í aðaleinkunn hefur Rán hlotið 8,22, 8,30 fyrir hæfileika og 8,11 fyrir byggingu. 

Rán er fylfull við Hrannar frá Flugumýri sem hefur hlotið 8,85 í aðaleinkunn þar af 9,16 fyrir hæfileika.

 

 

Rödd frá Lækjamóti IS2001255103, (aðaleink. 8,06) eigandi Þórir Ísólfsson

F: Hágangur frá Narfastöðum
M: Sjöfn frá Miðsitju
Rödd er fasmikil alhliðahryssa með 8,06 í aðaleinkunn, 8,02 fyrir hæfileika og 8,13 fyrir byggingu. 

Fór undir Freyðir frá Leysingjastöðum II

 

 

Toppa frá Lækjamóti IS1991255103, (aðaleink. 7,88) eig. Elín R. Líndal

F: Stígur frá Kjartansstöðum

M: Kúfa frá Lækjamóti

Toppa er alhliðahryssa með góðan árangur í 5-gangi. Sérlega faxprúð, hlaut 8,5 fyrir skeið og vilja&geðslag í kynbótadómi. Toppa er með 7,88 í aðaleinkunn, 7,86 fyrir hæfileika og 7,90 fyrir byggingu. Toppa hefur gefið góð afkvæmi og þar á meðal tvær 1.verðlauna hryssur. Rán frá Lækjamóti (a.e. 8,22) og Gáta frá Lækjamóti (a.e 8,24)

Fór undir Vaðal frá Akranesi

 

 

Ræktunarhryssur Ísólfs og Vigdísar 

 

Dimma frá Hólum IS1996238538, (aðaleink. 8,06)

  

F: Otur frá Sauðárkróki

M: Fluga frá Hólum
Dimma er klárhryssa með 8,06 í aðaleinkunn, fyrir byggingu 8,18, 7,98 fyrir hæfileika þar sem hún hlaut m.a 9,0 fyrir brokk og 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja og feg.í reið.

Dimma er fylfull við Freyði frá Leysingjastöðum II 

 

 

Eydís frá Hæli IS2007256470 (aðaleink. 8,24)

F: Glymur frá Innri-Skeljabrekku

M: Dáð frá Blönduósi

Eydís hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn, 7,99 í byggingu og 8,40 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir fegurð í reið og hægt tölt.  

Eydís fór undir Óskastein frá Íbishóli sem hefur hlotið 8,57 í aðaleinkunn þar af 9,12 fyrir kosti.

 

 

Hrönn frá Leysingjastöðum II IS2004256301 (aðaleink. 8,0)

 

F: Stígandi frá Leysingjastöðum II

M: Þóra frá Leysingjastöðum II

Hrönn er jafnvíg og sérstaklega geðgóð alhliðahryssa. Hún fór á eina sýningu eftir aðeins 6 mánaða tamningu og þjálfun og fór í 8,0 í aðaleinkunn, 7,91 fyrir sköpulag og 8,06 fyrir hæfileika með m.a 8,5 fyrir skeið.

Hrönn er fylfull við Sjóð frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn þar af 8,88 fyrir hæfileika.

 

 

Katla frá Blönduósi IS2008256498 (aðaleink. 8,25)

F: Akkur frá Brautarholti

M: Kantata frá Sveinatungu

Katla hefur hlotið 8,25 í aðaleinkunn, 7,96 fyrir sköpulag og 8,45 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir skeið og vilja&geðslag. 

Katla er fylfull við Sjóð frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn þar af 8,88 fyrir hæfileika.

 

 

Návist frá Lækjamóti IS2006255105 (aðaleink. 8,33)

F: Sævar frá Stangarholti

M: Gildra frá Lækjamóti

Návist er frábær alhliða hryssa sem hlaut 8,48 fyrir hæfileika, 8,11 fyrir byggingu, í aðaleinkunn 8,33. 

Návist er fylfull við Mátt frá Leirubakka sem hefur hlotið 8,49 í aðaleinkunn þar af 8,81 fyrir hæfileika.

 

 

Sýn frá Grafarkoti IS2006255411 (aðaleink. 8,12)

F: Sólon frá Skáney

M: Ásjóna frá Grafarkoti

Sýn er jöfn og góð alhliðahryssa sem hlaut aðeins 4.vetra 8,12 í aðaleinkunn, þar af 8,11 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika.  

Sýn er fylfull við Eld frá Torfunesi sem hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn. 

 

 

Truflun frá Bakka IS2005265035 (aðaleink. 8,01)

F: Þytur frá Neðra-Seli

M: Krumma frá Bakka

Truflun er  alhliðahryssa þar sem skeiðið er hennar aðall. Hún hlaut 8,01 í aðaleinkunn þar af 8,04 fyrir sköpulag og 7,99 fyrir hæfileika. Truflun er með 9 fyrir fótagerð.

Truflun er fylfull við Stála sem hefur hlotið 8,76 í aðaleinkunn þar af 9.09 fyrir hæfileika. 

 

 

Viðreisn frá Búðardal IS1994238906 (aðaleink. 8,10)

F: Hrafnfaxi frá Grafarkoti

M: Blesa frá Lóni

Frábær klárhryssa með 8,10 í aðaleinkunn, 8,11 fyrir sköpulag og 8,09 fyrir hæfileika þar sem hún hlaut m.a 9,0 fyrir brokk og vilja og geðslag. 

Viðreisn er fylfull við Vaðal frá Akranesi.

 

 

Ræktunarhryssur á Lækjamóti í eigu Sonju og Friðriks:

 

Dagrós frá Stangarholti IS1999236512, (a.e 7,77) 

F: Kapall frá Hofsstöðum

M: Rósamunda frá Kleifum

Dagrós er viljug og hágeng klárhryssa. Hún hlaut 8,5 fyrir tölt, brokk, vilja&geðslag og fegurð í reið og 9 fyrir hægt tölt í kynbótadómi.

Dagrós er fylfull við Brenni frá Efri-Fitjum sem í sumar hlaut 8,34 í aðaleinkunn þar af 8,50 fyrir hæfileika.  

 
 

Ólafía frá Lækjamóti IS2008255101 (a.e 8,15)

F: Aðall frá Nýjabæ

M: Rauðhetta frá Lækjamóti 

Ólafía er glæsileg hryssa sem hlaut 5 vetra 8,18 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,0 fyrir tölt, brokk og vilja&geðslag. Fyrir sköpulag hlaut hún 8,11. Í aðaleinkunn 8,15. Frábær klárhryssa.

Ólafía er fylfull við Spuna sem hefur hlotið 8, 92 í aðaleinkunn þar af 9,25 fyrir hæfileika. 

 

 

Sigurrós frá Lækjamóti IS2007255101 (a.e 8,06)

F: Trúr frá Auðsholtshjáleigu

M: Rauðhetta frá Lækjamóti

Sigurrós hlaut 8,23 fyrir sköpulag þar sem bar hæst 9,0 fyrir samræmi. Fyrir hæfileika hlaut hún 7,95, aðaleinkunn 8,06.

Er hjá Stála frá Kjarri en fyl hefur ekki verið staðfest. 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074562
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:04:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is