19.08.2013 22:04

Hjónaslagur á Íþróttamóti Þyts

Um helgina fór fram Íþróttamót Þyts á Hvammstanga og fór nokkur fjöldi hrossa og knapa frá Lækjamóti til að taka þar þátt.

Mikil spenna var í pollaflokknum en Guðmar var búin að telja niður dagana og æfa stíft slaktaumatölt á Rökkva sem hann sýndi svo dómurunum smiley 

Guðmar og Rökkvi sýndu slaktaumatölt í pollaflokki með góðum árangri

 

Það voru fleiri spenntir og búnir að æfa sig og þannig fór að Ísólfur sigraði allar greinar 1.flokks sem hann tók þátt í, 4-gang, tölt, slaktaumatölt og 5.gang og Vigdís var ýmist í 2. eða 3.sæti í sömu greinum.  Allsstaðar voru yfirburði Ísólfs þónokkrir nema í 5.gangi þar sem Ísólfur sigraði Vigdísi með nokkrum kommum svo þar fór fram sannkallaður hjónaslagur wink

sáttarkoss eftir harða baráttu í 5-gangi 

Fimmgangur 1.flokkur A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Gandálfur frá Selfossi 7,12

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Sólbjartur frá Flekkudal 7,05 (upp úr B-úrslitum)

3. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 6,86

4. Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal 6,79

5. Jóhann Magnússon og Frabín frá Fornusöndum 6,69

6. Tryggvi Björnsson og Lukka frá Miðsitju 6,36

 

Í fjórgangi 1.flokki voru Ísólfur, Vigdís og Sonja öll í A-úrslitum.  Ísólfur og Kristófer sigruðu þau úrslit en þeir voru einnig samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum.

Fjórgangur 1.flokkur A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,30

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 7,10

3. Fanney Dögg Indriðadóttir og Brúney frá Grafarkoti 6,80

4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Brekkukoti 6,77 (upp úr B-úrslitum)

5. Sonja Líndal Þórisdóttir og Kvaran frá Lækjamóti 6,63

6. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Nepja frá Efri-Fitjum 6,20

Vigdís og Sögn frá Lækjamóti komust yfir 7 múrinn um helgina bæði í úrslitum í 4-gangi og tölti

 

 

Sonja og Kvaran frá Lækjamóti eru glæsilegt par

 

Ísólfur og Kristófer voru í feikna stuði um helgina, sigruðu glæsilega bæði 4-gang og tölt en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á Kristófer í tölti úti, ekki slæm frumraun.

Tölt 1.flokkur A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,78

2. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti 7,17

3. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti 7,11

4. Jakob Víðir Kristjánsson og Gítar frá Stekkjadal 6,89

5. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Nepja frá Efri-Fitjum 6,61

6. Jóhann Magnússon og Skyggnir frá Bessastöðum 6,50 (upp úr B-úrslitum)

 

Í slaktaumatölti voru því miður ekki margir keppendur en góð æfing enga að síður og vonandi fara fleiri að æfa þessa stórskemmtilegu grein.

Ísólfur og Gulltoppur í slaktaumatölti, þeir kepptu líka í 4-gangi og voru í 2.sæti inn í úrslit en þar sem Ísólfur var með Kristófer efstan þá slapp Gulltoppur við að mæta í fjórgangsúrslitin. 

Tölt T2 1.flokkur

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga I 7,42

2. Vigdís Gunnarsdóttir og Björk frá Lækjamóti 6,75

3. James Bóas Faulkner og Ræll frá Gauksmýri 6,00

4. Kristófer Smári Gunnarsson og Óttar frá Efri Þverá 3,88

 

Núna í ágúst og september er starfandi hjá okkur við frumtamningar hún Anna-Lena, hún keppti á hryssunni sinni Kreppu frá Stórhóli. Þær komust í úrslit í tölti 2.flokki og enduðu í 3.sæti. 

Anna-Lena og Kreppa

Tölt 2.flokkur

1. Johanna Karrbrand og Stúdent frá Gauksmýri 6,33

2. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum I 6,22

3. Anna Lena Aldenhoff og Kreppa frá Stórhóli 5,67 (vann á hlutkesti)

4. Eydís Ósk Indriðadóttir og Vídalín frá Grafarkoti 5,67

5. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Hálf Blesa frá Böðvarshólum 5,11

 

 

Jafet frá Lækjamóti var svo fengi að láni í unglingaflokkinn, nýkominn úr hestaferð stóð hann sig frábærlega með knapa sínum Birnu Agnarsdóttur en þau sigruðu tölt unglinga og voru þau einnig samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum. 

Jafet frá Lækjamóti og Birna glæsileg saman

 

Tölt unglingaflokkur

1. Birna Olivia Ödqvist og Jafet frá Lækjamóti 6,67

2. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,22

3. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hula frá Efri-Fitjum 6,06

4. Kristófer Smári Gunnarsson og Krapi frá Efri-Þverá 5,78

5. Helga Rún Jóhannsdóttir g Elfa frá Kommu 5,61

 

Þegar heim var komið voru nokkrir skemmtilegir pollar enn á hlaðinu sem tveir orkuboltar urðu að prófa!

Guðmar og Jakob á hraðferð yfir polllaugh

 

 

 

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 159
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1074562
Samtals gestir: 230466
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 23:04:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is