28.07.2013 03:15

Návist hlaut fjórar 9ur

Á nýafstaðinni kynbótasýningu á Gaddastaðaflötum fór hún Návist okkar frá Lækjamóti í dóm. Það var vinur okkar Guðmar Þór Pétursson sem sýndi hana. Hún hlaut 8.48 fyrir hæfileika og 8.33 í aðaleinkunn emoticon Hún hlaut fjórar 9ur; fyrir fótagerð, hófa, skeið og vilja&geðslag. Dóminn í heild sinni má sjá hér neðar. Návist var nemendahestur Sonju í reiðkennaranáminu og það er gaman að sjá vetrarþjálfunina skila sér í brautina.
Návist og Sonja í lokaprófi á Hólum

IS-2006.2.55-105 Návist frá Lækjamóti

Sýnandi: Guðmar Þór Pétursson

Mál (cm):

139   137   65   144   28.5   18.5  

Hófa mál:

V.fr. 9,1   V.a. 8,3  

Aðaleinkunn: 8,33

 

Sköpulag: 8,11

Kostir: 8,48


Höfuð: 8,0
   J) Gróf eyru  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   5) Mjúkur   6) Skásettir bógar   7) Háar herðar   D) Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   5) Djúp lend   7) Öflug lend   L) Svagt bak  

Samræmi: 7,0
   E) Þungbyggt  

Fótagerð: 9,0
   3) Mikil sinaskil   4) Öflugar sinar  

Réttleiki: 8,0
   Afturfætur: E) Brotin tálína  

Hófar: 9,0
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   8) Vel formaðir  

Prúðleiki: 8,0

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   2) Taktgott  

Brokk: 8,0
   4) Skrefmikið  

Skeið: 9,0
   1) Ferðmikið   3) Öruggt  

Stökk: 8,0
   1) Ferðmikið  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 8,0

Fet: 8,5
   1) Taktgott   3) Skrefmikið  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 7,5

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1074607
Samtals gestir: 230467
Tölur uppfærðar: 21.6.2019 00:08:31
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | laekjamot@laekjamot.is